Nýjast á Local Suðurnes

Thai Union kaupir í Ægi

Taí­lenskt sjáv­ar­af­urðafyr­ir­tæki, Thai Uni­on, hef­ur eign­ast helm­ings­hlut í niðursuðufyr­ir­tæk­inu Ægi sjáv­ar­fangi í Sandgerði. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Thai Uni­on er risi á niðursuðumarkaðinum og fram­leiðir á ann­an millj­arð niðursuðudósa á ári, en fram­leiðslan í tengsl­um við sjáv­ar­fang hér á landi er til sam­an­b­urðar um 49 millj­ón­ir dósa. Fé­lagið er meðal ann­ars stórt í niðursuðuvör­um í Frakklandi og fram­leiðir fimmtu hverju dós af niðursoðnum tún­fisk sem seld er í heiminum.