Nýjast á Local Suðurnes

Play að verða klárt í að taka flugið

Lággjaldaflugfélagið Play bíður nú átekta með að taka fyrstu flug­vél­ina í notk­un. Ef flugbransinn væri í eðli­leg­um rekstri gæti fé­lagið tekið til starfa nú þegar.

Play hef­ur sam­kvæmt heim­ild­um Túrista.is svig­rúm til að skala sig upp hratt því aðstæður á flug­markaði í dag eru þannig að fé­lagið get­ur fengið nokk­urn fjölda ný­legra Air­bus A320 Neo með til­tölu­lega litl­um fyr­ir­vara.

Þrálátur orðrómur hefur verið á meðal manna sem vel eru tengdir í flugheiminum að flugfélagið hafi þegar tryggt sér tvær vélar og að sú fyrri komi hingað til lands vegna þjálfunar flugmanna í byrjun maí og sú síðari um mánuði seinna. Þetta hefur þó ekki verið staðfest.