Fjarvera starfsfólks gæti farið að hafa áhrif á starfsemi Velferðarsviðs
Mögulegt er að fjarvera starfsmanna Velferðarsviðs Reykjanesbæjar fari að hafa áhrif á starfsemi sviðsins á næstunni og til skoðunar er hvort mögulegt sé að nýta úrræði Félagsmálaráðuneytisins, bakvarðasveit velferðaþjónustu, komi til manneklu.
Þetta kom fram á síðasta fundi neyðarstjórnar sveitarfélagsins sem fundar daglega um þessar mundir. Á fundinum kom einnig fram að unnið sé í að breyta vöktum starfsmanna þannig að þeir hittist sem minnst. Þá kom fram á fundinum að einnig sé unnið að því að skipta bæjarskrifstofum við Tjarnargötu upp í hólf þannig að allt húsið fari ekki í sóttkví ef upp kemur smit.
Velferðasvið Reykjanesbæjar sér meðal annars um að þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd, en í þeim málaflokki gæti þurft að bæta í mannahald vegna aðstæðna.