Nýjast á Local Suðurnes

Tvö smit greindust á Suðurnesjum

Tvö kórónuveirusmit greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans í gær og eitt á landamærunum. Samkvæmt tölum á vef Embættis landlæknis og Almannavarna, covid.is, virðist sem bæði smitin hafi greinst á Suðurnesjum.

Það hefur því fjölgað um tvo einstaklinga í einangrun á svæðinu og eru þeir nú tíu talsins. Fjöldi einstaklinga sem sæta sóttkví er þó enn sá sami og í gær eða 31.