Nýjast á Local Suðurnes

Tjón vegna vinda á Suðurnesjum

Eitthvað var um tjón vegna vinda á Suðurnesjum í gærkvöldi og voru björgunarsveitir kallaðar út á áttunda tímanum eftir að tilkynningar höfðu borist um fok á þakklæðningum á nokkrum stöðum ásamt því sem eitthvað af lausamunum og jólaskrauti fór á ferðina.

Þá fauk gámur af byggingarsvæði í Vogum og var Björgunarsveitin Skyggnir kölluð út til þess að koma gámnum þannig fyrir að ekki yrði tjón af.

Mynd: Landsbjörg