Nýjast á Local Suðurnes

Þriðja deildin: Sigur hjá Víði – Tap hjá Reyni

Víðismenn lögðu Dalvík/Reyni að velli í þriðju deildinni í knattspyrnu í kvöld, leikar fóru 0-3 og sáu þeir Dejan Stamenkovic, Helgi Þór Jónsson og Aleksandar Stojkovic um að skora mörkin. Eftir sigurinn eru Víðismenn enn í öðru sæti deildarinnar, með 27 stig eftir 11 leiki.

Þrátt fyrir að vera einum manni færri í 70 mínútur, eftir að Birkir Freyr Sigurðsson var sendur af velli, stóðu Reynismenn í efsta liði deildarinnar, Tindastóli, á Sauðárkróki. Liðið tapaði þó leiknum með tveimur mörkum gegn einu og skoraði Róbert Freyr Samaniego markið á 6. mínútu. Reynismenn halda þó fjórða sæti deildarinnar.