Nýjast á Local Suðurnes

Umhverfisstofnun um kíslmálmverksmiðju USi: “Ekki hægt að hafa þetta svona lengi áfram“

Myndin tengist fréttinni ekki beint

Um­hverf­is­stofn­un fylg­ist náið með gangi mála við uppkeyrslu á ljósbogaofni verksmiðju United Silicon í Helguvík og met­ur ár­ang­ur úr­bót­anna. Sýni verða tek­in til grein­ing­ar auk þess sem fylgst er með kvört­un­um um lykt­ar­meng­un. Vel á þriðja tug ábend­ing­a hafa borist Um­hverf­is­stofn­un frá því ofninn var gangsettur á sunnudag vegna lykt­ar­meng­un­ar frá kís­il­málm­verk­smiðjunni.

„Það er ljóst að það er ekki hægt að hafa þetta svona lengi áfram,“ seg­ir Ein­ar Hall­dórs­son, verk­fræðing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un, við mbl.is. „End­ur­bæt­urn­ar sem hafa verið gerðar miðast við að koma ofn­in­um í fulla virkni og þá mun koma í ljós hvort það hafi virkað.

Ein­ar seg­ir lykt­ina stafa frá viði sem er brennd­ur í ofn­in­um, en hugs­an­leg lausn geti verið að minnka viðinn í blönd­unni og auka kol til að draga úr lykt­inni.