Umhverfisstofnun um kíslmálmverksmiðju USi: “Ekki hægt að hafa þetta svona lengi áfram“

Umhverfisstofnun fylgist náið með gangi mála við uppkeyrslu á ljósbogaofni verksmiðju United Silicon í Helguvík og metur árangur úrbótanna. Sýni verða tekin til greiningar auk þess sem fylgst er með kvörtunum um lyktarmengun. Vel á þriðja tug ábendinga hafa borist Umhverfisstofnun frá því ofninn var gangsettur á sunnudag vegna lyktarmengunar frá kísilmálmverksmiðjunni.
„Það er ljóst að það er ekki hægt að hafa þetta svona lengi áfram,“ segir Einar Halldórsson, verkfræðingur hjá Umhverfisstofnun, við mbl.is. „Endurbæturnar sem hafa verið gerðar miðast við að koma ofninum í fulla virkni og þá mun koma í ljós hvort það hafi virkað.
Einar segir lyktina stafa frá viði sem er brenndur í ofninum, en hugsanleg lausn geti verið að minnka viðinn í blöndunni og auka kol til að draga úr lyktinni.