Nýjast á Local Suðurnes

Öll Suðurnesjaliðin fá heimaleiki í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins

Öll Suðurnesjaliðin fá heimaleiki í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu, en dregið var í hádeginu. Keflvíkingar fá heimaleik gegn Fylki, Grindvíkingar taka á móti KA, Víðismenn fá lið Sindra í heimsókn á Nesfisksvöllinn og Reynir Sandgerði mætir Vestra.

Leikirnir fara fram 25. eða 26. maí og hér fyrir neðan má sjá alla leikina í 32 liða úrslitunum:
Stjarn­an – Vík­ing­ur Ó.
ÍBV – Hug­inn
Fram – HK
Víðir – Sindri
FH – KF
Fjöln­ir – Val­ur
Kría – Breiðablik
Grinda­vík – KA
ÍA – KV
KR – Sel­foss
Hauk­ar – Vík­ing­ur R.
Reyn­ir S. – Vestri
Kefla­vík – Fylk­ir
Grótta – Augna­blik
Þrótt­ur R. – Völsung­ur
Leikn­ir R. – KFG