Dregið í Lengjubikarnum – Njarðvík í riðli með Íslandsmeisturum Vals

Dregið hefur verið í riðla fyrir deildabikarkeppni karla í knattspyrnu, Lengjubikarinn, sem hefst að óbreyttu föstudaginn 9. febrúar.
Í A-deild keppninnar leika öll 24 liðin í tveimur efstu deildum karla og þau raðast niður í riðlana sem hér segir:
Riðill 1: Valur, Víkingur R., ÍBV, ÍA, Fram, Njarðvík.
Riðill 2: KR, Breiðablik, KA, Þróttur R., ÍR, Magni.
Riðill 3: Stjarnan, Fjölnir, Keflavík, Víkingur Ó., Leiknir R., Haukar.
Riðill 4: FH, Grindavík, Fylkir, HK, Þór, Selfoss.
Sigurlið riðlanna komast áfram í undanúrslit, sem eiga að fara fram 24. mars og úrslitaleikurinn mánudaginn 2. apríl, mun fyrr en áður hefur tíðkast.