Nýjast á Local Suðurnes

Dregið í Lengjubikarnum – Njarðvík í riðli með Íslandsmeisturum Vals

Dregið hef­ur verið í riðla fyr­ir deilda­bik­ar­keppni karla í knatt­spyrnu, Lengju­bik­ar­inn, sem hefst að óbreyttu föstu­dag­inn 9. fe­brú­ar.

Í A-deild keppn­inn­ar leika öll 24 liðin í tveim­ur efstu deild­um karla og þau raðast niður í riðlana sem hér seg­ir:

Riðill 1: Val­ur, Vík­ing­ur R., ÍBV, ÍA, Fram, Njarðvík.
Riðill 2: KR, Breiðablik, KA, Þrótt­ur R., ÍR, Magni.
Riðill 3: Stjarn­an, Fjöln­ir, Kefla­vík, Vík­ing­ur Ó., Leikn­ir R., Hauk­ar.
Riðill 4: FH, Grinda­vík, Fylk­ir, HK, Þór, Sel­foss.

Sig­urlið riðlanna komast áfram í undanúr­slit, sem eiga að fara fram 24. mars og úr­slita­leik­ur­inn mánu­dag­inn 2. apríl, mun fyrr en áður hef­ur tíðkast.