Nýjast á Local Suðurnes

Lét sig hverfa eftir að hafa stolið ilmvatni

Þrjú þjófnaðarmál komu á borð lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Í tveimur tilvikum var matvöru stolið úr verslunum í umdæminu og í því þriðja hnuplaði karlmaður ilmvatnsglasi að andvirði rúmlega 6000 kr.

Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að öryggiskerfi verslunarinnar hafi farið í gang þegar hann gekk út og stöðvaði starfsmaður hann, fann ilmvatnið og tók það af honum. Hann tók þá til fótanna og lét sig hverfa.