Nýjast á Local Suðurnes

Kínverskt flugfélag flýgur til KEF – lægsta gjaldið 68.000 krónur

Fjögur kínversk flugfélög íhuga að hefja flug hingað til lands á næsta ári. Flugfélagið Juneyao mun hefja flug til landsins í mars.

Air China og Beijing Capital Airlines hafa einnig skoðað möguleikann á  flugi til Íslands. Ríkisflugfélagið Air China er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims.

Ódýrasta flugið með Juneyao mun kosta 68.000 krónur báðar leiðir, en flugfélagið er ekki lággjaldaflugfélag heldur fjögurra stjörnu flugfélag sem býður fulla þjónustu.