Nýjast á Local Suðurnes

Salbjörg Ragna Sævarsdóttir til Keflavíkur

Kvennalið Keflavíkur í körfuknattleik hefur gengið frá samkomulagi við Salbjörgu Rögnu Sævarsdóttur að hún leiki með liðinu næstu tvö árin.

Salbjörg er fædd árið 1991, en hún kemur frá Hamar þar sem hún spilaði sem stöðu Miðherja síðasta tímabil, skoraði 8.5 stig og hirti 8.2 fráköst að meðaltali í leik. Salbjörg lék áður undir stjórn Sverris Þórs Sverrissonar, núverandi þjálfara kvennaliðs Keflavíkur, þegar hann þjálfaði lið Njarðvíkur í þrjú tímabil og varð Bikar- og Íslandsmeistari með þeim árið 2012.