Nýjast á Local Suðurnes

Nágrannaslagur í Grindavík – Njarðvík getur náð bestu byrjun í tæpan áratug

Suðurnesjaliðin verða á ferðinni í Dominos-deidinni í körfuknattleik í kvöld, en stórleikur umferðarinnar er viðureign Grindavíkur og Keflavíkur sem mætast á heimavelli þeirra fyrrnefndu. Bæði lið eru með tvö stig eftir tvær umferðir.

Ósigraðir Njarðvíkingar fá stigalaust lið Vals í Heimsókn í Ljónagryfjuna, en með sigri í kvöld verður það í fyrsta sinn í tæpan áratug sem liðið vinnur fyrstu þrjá deildarleiki sína. Mikið verður lagt upp úr umgjörð leiksins í Njarðvík í kvöld þar sem iðkendur yngri flokka félagsins taka virkann þátt í dagskránni auk þess sem grillin verða tendruð og úrvals hamborgarar í boði.

Leikirnir hefjast báðir klukkan 19:15, en upphitun stuðningsmanna í Njarðvík hefst klukkan 18:15.