Ekki vitað hvernig stór hluti skólps á Suðurnesjum var hreinsaður

Einungis 12% skólps á Suðurnesjum var talið hreinsað með eins þreps hreinsun í stærri fráveitum, árið 2014, en engin hreinsun fór fram á sólpi frá minni fráveitum, á sama tíma. Þetta kemur fram í samantekt um stöðu fráveitumála á Íslandi árið 2014 sem Umhverfisstofnun vann.
Í samantektinni er farið yfir skólphreinsunarmál á landinu öllu, en lítið er þó fjallað um stöðu skólphreinsimála á Suðurnesjum, en þó kemur fram að ekki sé vitað hvernig stór hluti skólps var hreinsaður fyrir árið 2014.
“Á Suðurnesjum fór engin hreinsun fram á skólpi frá minni fráveitunum. Fyrir stærri fráveiturnar var einungis 12% skólpsins talið hreinsað með eins þreps hreinsun (Keflavík, Njarðvík og Ásbrún 1 og Grindavík). Þar sem ekki er vitað hvort eða hvernig tiltölulega stór hluti skólps í stærri fráveitum á Suðurnesjum var hreinsaður (Garður, Sandgerði og Grindavík) er vonast til að talan kunni í raun að vera eitthvað hærri,” segir í samantektinni.