Nýjast á Local Suðurnes

Sara fallin úr keppni

Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er úr leik á heimsleikunum í Crossfit sem fram fara í Bandaríkjunum.

Sara var í erfiðri stöðu fyrir keppni dagsins og þurfti að ná góðri frammistöðu í spretthlaupi. Sara komst ekki í gegnum fyrsta riðilinn og var þar með úr leik að þessu sinni.

Þrír íslenskir keppendur eru enn í keppninni, Þuríður Erla og Katrín Tanja í kvennaflokki og Björgvin Karl í karlaflokki.