Tveir erlendir leikmenn yfirgefa Njarðvík
Körfuknattleiksmennirnir Zvonko Buljan og Ryan Montgomery, erlendir leikmenn Njarðvíkur, hafa óskað eftir því að losna undan samningi við félagið og halda heim á leið.
Njarðvíkingar urðu við ósk þeirra um að losna og segja í tilkynningu að þetta sé vegna Covid-19 faraldursins. “Það hefur náttúrulega reynst leikmönnum afar erfitt að halda sér við og æfa við þær aðstæður sem eru uppi um þessar mundir og leikmönnunum þótti báðum betra að halda til síns heima og koma sér í aðstæður þar sem þeir geta hið minnsta æft og haldið sér við fyrir framtíðina.” Segir í tilkynningu.