Nýjast á Local Suðurnes

Óheppnir Njarðvíkingar töpuðu gegn ÍR

Fótboltinn er ekki alltaf sanngjarn. Því fengu Njarðvíkingar að kynnast í gær, þegar þeir tóku á móti ÍR-ingum í fyrsta heimaleik sínum í deildinni á tímabilinu. Sigurmark ÍR-inga kom úr vítaspyrnu á 91. mínútu.

Eins og alltaf þegar þessi lið mætast var boðið uppá mikla baráttu allan leikinn, þar sem Njarðvíkingar voru meira með boltann og nær því að skora. Njarðvíkingar náðu þó ekki að koma knettinum í netið í þessum leik og sárt tap staðreynd.