Nýjast á Local Suðurnes

Sameinað sveitarfélag fær 400 milljóna framlag

Jöfn­un­ar­sjóður sveit­ar­fé­laga mun veit­a sameinuðu sveit­ar­fé­lag­i Garðs og Sandgerðis 100 millj­óna króna fram­lag til þess að end­ur­skipu­leggja stjórn­sýslu og þjón­ustu auk 294 millj­óna króna fram­lags til skulda­jöfn­un­ar.

Sameining sveitarfélaganna var samþykkt eftir íbúakosningar í gær og verður níu manna bæj­ar­stjórmn kosin í maí 2018 og í fram­hald­inu tek­ur hið nýja sveit­ar­fé­lag til starfa. Kosn­ing fer fram á meðal íbúa um nafn á nýja sveit­ar­fé­lagið.