Nýjast á Local Suðurnes

Efni frá OZZO í nýjum þáttum David Attenborough – Myndband!

Ljósmyndarinn Ingólfur Þórarinsson, betur þekktur sem OZZO, hefur getið sér gott orð sem náttúruljósmyndari, en hann hefur sérhæft sig í að nota flygildi, eða dróna, við myndatökuna.

Ljósmyndarinn lagði sjónvarpsmanninum góðkunna David Attenborough til efni í opnunarþátt nýjustu þáttaraðar BBC, Blue Planet II. Myndefnið er meðal annars sótt á Reykjanesið og er hreint út sagt frábært eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi.