Nýjast á Local Suðurnes

Atvinnuleysistölur mjakast upp á við á Suðurnesjum

At­vinnu­leysistölur í Reykja­nes­bæ halda áfram að mjakast upp á við, en það er skráð 28% í lok apríl. Þar af eru 16,1% skráðir á hluta­bóta­leiðina.

Sömu sögu er að segja af hinum sveitarfélögunum, en at­vinnu­leysi á Suður­nesj­um er 25,2% og þar af eru 14,4% á hluta­bóta­leiðinni.

Þess­ar töl­ur eru mjög kvik­ar og breyti­leg­ar vegna starfa­hluta­leiðar og upp­sagna starfs­manna, að því er kem­ur fram í fund­ar­gerð menn­ing­ar- og at­vinnuráðs Reykja­nes­bæj­ar en at­vinnu­leys­istöl­ur voru lagðar fram á fundi þess í gær.