Nýjast á Local Suðurnes

Nær allir kennarar Njarðvíkurskóla hafa sagt upp störfum

Nær allir kennarar Njarðvíkurskóla hafa sagt upp störfum, um er að ræða 20 af 28 kennurum skólans. Flestir munu kennararnir hafa þriggja mánaða uppsagnarfrest og munu því hætta störfum í lok febrúar næstkomandi.

Uppsagnirnar munu vera tilkomnar vegna kjaradeilu kennara við Samband sveitarfélaga, en þeir kennarar sem Suðurnes.net ræddi við segjast munu kveðja Njarðvíkurskóla með sorg í hjarta, enda sé skólinn góður vinnustaður.

Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri staðfesti uppsagnirnar í svari við fyrirspurn Suðurnes.net.