Nýjast á Local Suðurnes

Klók skipting tryggði Reyni sigur á Pepsí-deildarliði KR

Reynir úr Sandgerði lagði Pepsi-deildarlið KR að velli í vítakeppni í minningarleik um Magnús Þórðarson, þetta er í níunda sinn sem liðin leika til minningar um Magnús.

Fyrri hálfleikur var markalaus og gekk KR-ingum mjög erfiðlega að snúa á vel skipulagðan varnarleik heimamanna. Reynir fékk hins vegar þrjú bestu færi fyrri hálfleiks. Tomislav Misura komst þrisvar einn gegn Stefáni Loga en hitti aldrei rammann.

Tomislav fékk sams konar færi í byrjun seinni hálfleiks og skoraði fyrra mark leiksins. Atli jafnaði um tíu mínútum síðar með marki úr vítaspyrnu. Vítið var dæmt eftir að markvörður Reynis braut á Atla.

Keppt er um bikar í minningarleikjunum um Magnús Þórðarson, bikar sem Albert Guðmundsson gaf. Það þurfti því vítakeppni til að skera úr um það hvort félagið fengi bikarinn. Benóný Þórhallsson, markvörður Reynis, stóð sig mjög vel í leiknum en engu að síður skiptu Reynismenn um markmann fyrir vítakeppnina. Það reyndist klók ákvörðun því Rúnar Gissurarson varði tvær spyrnur KR-inga.

Reynismenn tóku vel á því gegn sterku liði KR

Reynismenn tóku vel á því gegn sterku liði KR

Byrjunarlið Reynis: Benóný Þórhallsson – Arnór Smári Friðriksson, Sigurgeir Sveinn Gíslason, Hafsteinn Rúnar Helgason, Patrekur Örn Friðriksson – Birkir Freyr Sigurðsson (f.), Emil Gluhalić, Einar Þór Kjartansson, Ivan Jugovic – Sindri Lars Ómarsson – Tomislav Misura.
Varamenn: Rúnar Gissurarson, Kristófer Máni Sigursveinsson, Sebastian Klukowski, Pétur Þór Jaidee, Magnús Einar Magnússon, Grétar Karlsson.

Lið KR í fyrri hálfleik: Stefán Logi Magnússon – Morten Beck, Skúli Jón Friðgeirsson (f.), Aron Bjarki Jósepsson, Gunnar Þór Gunnarsson – Valtýr Már Michaelsson, Michael Præst Møller – Axel Sigurðarson, Óskar Örn Hauksson, Denis Fazlagic – Hólmbert Aron Friðjónsson.

Lið KR í seinni hálfleik: Sindri Snær Jensson – Ástbjörn Þórðarson, Kjartan Franklín Magnús, Aron Bjarki Jósepsson (f.), Bjarki Leósson – Axel Sigurðarson (Ólafur Óskar Ómarsson 67.), Ale Rivero, Óliver Dagur Thorlacius, Denis Fazlagic (Sindri Már Friðriksson 64.) – Viktor Lárusson, Atli Hrafn Andrason.