Nýjast á Local Suðurnes

Tap hjá Keflavík – Njarðvík á toppinn

Keflavíkingar töpuðu gegn Þrótti, 2-0, þegar liðin mættust á heimavelli Þróttar í kvöld. Þróttarar voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og komust í 1-0 eftir um stunarfjórðungs leik með marki eftir hornspyru. Keflvíkingar sóttu mun meira í síðari hálfleik, en það voru heimamenn sem settu sitt annað mark á 81. mínútu, eftir að Keflvíkingar voru orðnir manni færri.

Njarðvíkingar tóku á móti Aftureldingu á Njarðtaksvellinum í kvöld í toppslag annarar deildarinnar. Njarðvíkingar höfðu sigur með marki Andra Fannars Freyssonar, beint úr aukaspyrnu á 75. mínútu. Með sigrinum skutust Njarðvíkingar á toppinn, um sinn að minnsta kosti, en þetta var fyrsti leikur umferðarinnar og líklegt að Magni eða Vestri nái að ýta Njarðvíkingum af toppnum á morgun.