Nýjast á Local Suðurnes

Dýrmæt stig í súginn hjá Njarðvíkingum

Njarðvíkingar tóku á móti Gróttu í annari deildinni í knattspyrnu á Njarðtaksvellinum í dag. Eins og oft áður í sumar voru Njarðvíkingar óheppnir á lokamínútunum og það var mark á 93. mínútu sem kostaði þá dýrmætt stig í fallbaráttunni í dag.

Njarðvíkingar sem voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfeik, hófu leiknn af krafti og skoruðu strax á 6. mínútu, þar var að verki Theodór Guðni.

Grótta náði að jafna þegar tíu mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en Njarðvíkingar voru þó sterkari aðilinn og virkuðu líklegri til að bæta við marki í nokkrum hættulegum sóknarlotum, það voru þó, eins og áður sagði, Gróttumenn sem stálu stigunum í uppbótartíma.

Þetta var fyrsta tap liðsins eftir að skipt var um þjálfara á dögunum. Liðið situr í áttunda sæti deildarinnar með 21 stig, fjórum stigum frá fallsæti.