Nýjast á Local Suðurnes

Nafn sjómannsins sem saknað er

Sjó­maður­inn sem saknað er af línu­skip­inu Sig­hvati GK-57 heit­ir Ekasit Thasap­hong. Hann er fædd­ur 1980. Leit hefur enn engan árangur borið, en verður framhaldið á morgun.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Vís­ir hf. sem send var fjöl­miðlum að höfðu sam­ráði við fjöl­skyld­una, sem þakk­ar af al­hug samúð og vin­arþel sam­fé­lags­ins.

Ekasit kom ung­ur til Íslands og hef­ur búið í Grinda­vík ásamt eig­in­konu og þrem­ur börn­um.

Ekasit hef­ur lengst af starfað hjá Vísi hf, bæði til sjós og lands.

Fjöl­skyld­an öll hef­ur verið mjög virk í sam­fé­lag­inu í Grinda­vík, sem er harmi slegið.

Starfs­fólk Vís­is hf. þakk­ar öll­um þeim, sem tekið hafa þátt í leit­inni, bæn­ir allra eru hjá fjöl­skyldu og ætt­ingj­um Ekasit Thasap­hong. Segir í tilkynningunni.