Tæplega 8 milljónir munu fara í gegnum KEF

Isavia gerir ráð fyrir að 2,2 milljónir ferðamanna muni koma til landsins á næsta ári, en einungis metárið 2018 hefur verið stærra á flugvellinum, samkvæmt nýrri farþegaspá.
Gangi spáin eftir mun því 95% af fjölda metársins 2018 koma til landsins árið 2023. Þetta kom fram á kynningu Isavia á fundi í morgun.
Spáin gerir jafnframt ráð fyrir að 7,8 milljónir farþega muni fara um flugvöllinn á næsta ári, séu tengiflugsfarþegar taldir með, en það yrði þriðja stærsta árið í sögu flugvallarins.