Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 8 milljónir munu fara í gegnum KEF

Isa­via ger­ir ráð fyr­ir að 2,2 millj­ón­ir ferðamanna muni koma til lands­ins á næsta ári, en ein­ung­is metárið 2018 hef­ur verið stærra á flugvellinum, samkvæmt nýrri farþegaspá.

Gangi spá­in eft­ir mun því 95% af fjölda metárs­ins 2018 koma til lands­ins árið 2023. Þetta kom fram á kynn­ingu Isa­via á fundi í morg­un.

Spá­in ger­ir jafn­framt ráð fyr­ir að 7,8 millj­ón­ir farþega muni fara um flug­völl­inn á næsta ári, séu tengiflugsfarþegar taldir með, en það yrði þriðja stærsta árið í sögu flug­vall­ar­ins.