Nýjast á Local Suðurnes

Gult verður appelsínugult – Ekkert ferðaveður

Mynd: Björgunarsveitin Þorbjörn

Veðurstofan hefur uppfært viðvaranir úr gulu í appelsínugult fyrir Suðurnesjasvæði, en spáin gerir ráð fyrir Suðaustan 23-28 m/s og mjög snarpar vindhviður við fjöll.

Þannig má búast við að víðtækar samgöngutruflanir séu líklegar. Hætt er við foktjóni og eru byggingaraðilar hvattir til að ganga vel frá framkvæmdarsvæðum.

Einnig má búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón. Ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi.