Nýjast á Local Suðurnes

Ánægja með EM-Skjáinn – Allir leikirnir í 8 liða úrslitunum í beinni á skjánum

Allir leikirnir í 8 liða úrslitum Evrópukeppninnar í knattspyrnu verða sýndir á risaskjá, sem komið hefur verið fyrir í skrúðgarðinum í Keflavík, en mikil ánægja er á meðal fótboltaunnenda í Reykjanesbæ með EM-skjáinn og hefur skilaboðum þar að lútandi ringt yfir aðstandendur verkefnisins í gegnum tölvupóst og Facebookskilaboð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum verkefnisins.

Þar kemur einnig fram að veislan hefjist á ný í kvöld með leik Póllands og Portúgal og haldi áfram fram yfir leik Íslands og Frakklands, sem fram fer á sunnudag. Allir leikirnir hefjast klukkan 19.

Tilkynningin í heild sinni:

Eins og allir vita þá hefur EM-Skjárinn verið í gangi hér í Reykjanesbæ undanfarið og var þetta verkefni sett upp af aðstandendum Skjasport.is og Sportrasin.is.

Viðtökurnar við þessu verkefni hafa verið frábærar og hafa bæjarbúar látíð ánægju sína í ljós með því að senda póst á email og Facebook til aðstandenda. Mörg frábær fyrirtæki koma að þessu verkefni til að ná niður kostnaði enda svona verkefni kostnaðarsamt en margar hendur unnu létt verk.

Hugmyndin var að sýna alla leiki íslenska landsliðsins í riðlakeppninni og var það gert og átti að láta staðar numið eftir það vegna gríðalegs kostnaðar en eftir að íslenska landsliðið komst áfram í 16liða úrslit var farið í að tryggja skjáinn fyrir leikinn á móti Englandi sem sigraðist á svo glæsilegan hátt að nú er liðið að fara spila í 8-liðs úrslitum á sunnudag við gestgjafana Frakka og má búast við fjölmenni að hofa á leikinn, en allir leikir í 8-liða úrslitum verða sýndir á risaskjánum næstu daga.Búið er að tryggja bestu mögulegu útsendingargæði og verður útsendingin með Gumma Ben og frá Síminnsport og allt verður 110%.

V.I.P borðið er komið í sölu en það kostar 10.000 kr sætið og er allt innifalið. Bjór, gos og að borða ásamt glæsilegum EM-pakka sem allir fá en þetta borð tekur lágmark 10 manns og er flott fyrir félagana, vinkonur, fyrirtæki eða bara einhverja klikkaða EM aðdáendur en nánari upplýsingar um V.I.P borðið er að fá á netfanginu emskjarinn@yahoo.com

Við viljum minna á að það kostar ekki inn á EMskjáinn en frjals framlög eru vel þegin en við bendum á Reikningsnúmerið hjá okkur:

Nafn: Grúb Grúb ehf.
Kennitala: 430210-0330
Reikningsnúmer: 0142-26-012111

Takk Takk EMstaffið ÁFRAM ÍSLAND