Nýjast á Local Suðurnes

Samgönguráðherra vill taka upp vegatolla – Ert þú sammála?

Nýr starfshópur Jóns Gunnarssonar ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála um nýjar leiðir í fjármögnun samgöngumannvirkja mun væntanlega taka til starfa á næstu misserum, en hugmyndir ráðherra ganga út á að innheimt verði gjald af ökumönnum á helstu stofnæðum frá höfuðborgarsvæðinu, þar á meðal Reykjanesbraut.

„Verkefnin sem ég er að láta skilgreina núna er leiðin frá höfuðborginni upp í Borgarnes, með Sundabraut og þá tvöföldun eftir því sem við á, alla leið frá Keflavíkurflugstöðinni og inn og í gegnum Hafnarfjörð og síðan á suðurlandi, austur fyrir Selfoss með nýrri brú á Ölfusá, fyrir ofan Selfoss.“ Sagði ráðherra í umræðum um málið.

“Með nýrri sýn og nýrri nálgun í forgangsröðun framkvæmda á helstu stofnæðum út frá Reykjavík, skapast tækifæri til nýrrar forgangsröðunar verkefna á landsbyggðinni sem samgönguáætlun tekur til,“ sagði ráðherrann á morgunfundi um vega- og samgöngumál sem samtök fésýslsufyrirtækja héldu fyrr í vikunni.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda hefur mótmælt þessari hugmynd ráðherra kröftuglega og benda meðal annars á að þegar þessi hugmynd kom upp síðast, árið 2011, mótmæltu 41.500 atkvæðisbærra landsmanna einkavæðingarhugmyndunum í vegagerð, sem síðar yrðu innheimtar í formi tolla, á innan við viku.

Ertu hlynnt(ur) hugmyndum um vegatolla?

View Results

Loading ... Loading ...