Grindavík og Reynir Sandgerði prúðustu lið Suðurnesja
Knattspyrnulið Grindavíkur fékk afhenta Dragostyttuna svokölluðu á 71. ársþingi KSÍ sem haldið er í Höllinni í Vestmannaeyjum um helgina. Dragostytturnar eru afhentar þeim liðum sem sýna prúðmannlegastan leik miðað við fjölda gulra og rauðra spjalda í efstu tveimur deildum Íslandsmótsins.
Þá hlaut Reynir Sandgerði viðurkenningu fyrir prúðmannalegastan leik í 3. deildinni.