Nýjast á Local Suðurnes

HS Orka hefur flutt höfuðstöðvar sínar í Svartsengi

HS Orka hefur flutt höfuðstöðvar sínar frá Reykjanesbæ í Svartsengi í Grindavík, en fyrirtækið hefur rekið orkuver í Svartsengi í rúm 40 ár en höfuðstöðvarnar hafa hingað til verið á Brekkustíg í Reykjanesbæ. Hjá fyrirtækinu starfa tæplega 60 manns og hefur starfstöðvum verið skipt á milli Svartsengis og Brekkustígs auk þess sem nokkrir starfsmenn starfa við orkuverið á Reykjanesi.

Stefnt hefur verið að því að sameina starfsemi fyrirtækisins á einum stað í nokkurn tíma, en vegna fjölgunar starfsmanna hjá HS Orku og HS Veitum var húsnæðið við Brekkustíg orðið of lítið. Það hafi því legið beinast við að HS Orka nýtti tækifærið til að flytja starfsemi sína.

Í Svartsengi er til staðar rúmgott húsnæði, Eldborg, sem hægt var að breyta í skrifstofuhúsnæði sem rúmar starfsemi fyrirtækisins.

 

Verið er að koma höfuðstöðvum HS Orku í stand

Verið er að koma höfuðstöðvum HS Orku í stand