Nýjast á Local Suðurnes

Skemmtidagur Njarðvíkurprestakalls á sunnudag – Hoppukastalar og pylsupartý!

Hoppukastalar, ratleikur og pylsupartý er á meðal þess sem í boði verður á skemmtidegi sem haldinn verður í Safnaðarheimili Njarðvíkurkirkju í Innri-Njarðvík á sunnudaginn.

Á eftir hefðbundnum Sunnudagaskóla verður gestum og gangandi velkomið að þiggja kaffi í safnaðarheimilinu þar sem starfsfólk og aðilar sóknarnefndarinnar taka á móti fólki.

Allir velkomnir og eru íbúar sóknarinnar, sem telur til prestakalla Innri- og Ytri Njarðvíkurkirja auk Kirkjuvogskirkju í Höfnum, hvattir til að koma og njóta dagsins.

Sunnudagaskólinn byrjar klukkan 11:00 og stendur dagskráin yfir til klukkan 15:00.