Nýjast á Local Suðurnes

Karpað um snjómokstur á samfélagsmiðlum

Það hefur vart farið framhjá nokkrum manni að mikil snjókoma og skafrenningur gekk yfir landið um helgina með tilheyrandi lokunum á vegum og truflunum á samgöngum. Eins og gengur hafa menn misjafnar skoðanir á snjómokstri þegar svona er í pottinn búið og hafa skipst á skoðunum um málið á samfélagsmiðlunum í dag, meðal annars í hópi ætluðum fyrir íbúa Reykjanesbæjar.

Flestir eru þó á því að þeir einstaklingar sem vinna við snjómokstur eigi mikið hrós skilið, enda búnir að standa vaktina við erfiðar aðstæður undanfarna daga.

Einn íbúi bendir til dæmis á að allir séu að gera sitt besta þegar kemur að því að halda götum bæjarins opnum.

“Voðalegt væl er þetta, þetta eru nokkrir dagar á nokkurra ára fresti sem einhver snjór er i byggð, leyfiði mokstursmönnum að sinna sinum forgangsmálum, stofnæðar, aðalgötur, hliðargötur, bilaplön o.s.frv eg get alveg lofað ykkur þvi að allir eru að gera sitt besta þegar kemur að mokstri.” Segir íbúinn.

Hjá öðrum var stutt í grínið eins og sjá má á skjáskotinu hér fyrir neðan.