Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvík heimsækir Íslandsmeistara Vals

Fyrsti leikur Njarðvíkinga í Lengjubikarnum í knattspyrnu er á dagskrá í dag og eru mótherjarnir ekki af verri endanum, en liðið heldur á Hlíðarenda þar sem liðið mætir Íslandsmeisturum Vals.

Njarðvík hefur farið vel af stað á undirbúningstímabilinu og endaði til að mynda í þriðja sæti B-deildar Fótbolta.net mótsins og fór gegnum mótið taplaust. Valsmenn hafa hins vegar verið í basli og töpuðu til að mynda báðum leikjum sínum í Reykjavíkurmótinu.

Leikurinn fer sem fyrr segir fram á Valsvelli að Hlíðarenda og hefst klukkan 18.