Nýjast á Local Suðurnes

Njarðvíkingar bæta við sig mannskap í fótboltanum

Marián Polák er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við knattspyrnulið Njarðvíkur á þessu ári. Marián er fæddur 1983 og kemur frá Slóvakíu en hann er búsettur í Reykjanesbæ og hefur æft með liðinu frá því í nóvember síðastliðnum.

Marián fær væntanlega að spreyta sig þegar Njarðvíkingar taka á móti Fylkismönnum í æfingaleik í Reykjaneshöllinni klukkan 18:15 á fimmtudagskvöld.