Nýjast á Local Suðurnes

Teknir með ólöglega útlendinga í vinnu

Nokkur mál, er varða ólöglega atvinnuþátttöku útlendinga, hafa komið til kasta lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum.  Viðkomandi áttu flestir það sameiginlegt að vera án dvalar- og atvinnuleyfis. Í einu tilvikinu var grunur um svarta atvinnuþátttöku.

Mönnunum svo og vinnuveitendum þeirra var gerð grein fyrir því að um væri að ræða margþætt brot á lögum um atvinnuréttindi útlendinga og væri sú iðja ekki liðin.