Nýjast á Local Suðurnes

Tæplega 10 milljóna lottóvinningsmiði keyptur á Fitjum

Einn hepp­inn miðahafi fær rúm­lega 9,5 millj­ón­ir króna í vinn­ing í Lottó í kvöld en sá heppni keypti miðann í Kvikk, Fitj­um. Þá voru tveir miðahaf­ar með bónus­vinn­ing­inn í kvöld og fá rúm­lega 490 þúsund krón­ur hvor.

Þetta kem­ur fram á vef Íslenskr­ar get­spár. 

Þá seg­ir að fimm miðahaf­ar hafi verið með ann­an vinn­ing í Jóker í kvöld og fá þeir 100 þúsund krón­ur hver.