Nýjast á Local Suðurnes

Biðskýlið bætir verulega við matseðilinn – Margir nýir réttir og frábær fjölskyldutilboð!

Kjúklingalundir, kjúklingapopp, Fiskur & franskar og djúpsteiktir kjúklingastrimlar eru á meðal þeirra fjölmörgu nýjunga sem boðið er upp á í einni elstu lúgusjoppu Suðurnesja, Biðskýlinu í Njarðvík. Enn er að sjálfsögðu boðið upp á hamborgarana vinsælu, heimagerðar samlokur og SS-pylsurnar sem margir telja vera þær bestu sem framreiddar eru á Suðurnesjum á Biðskýlinu sem staðsett er á besta stað við lífæð Reykjanesbæjar, Njarðarbraut.

Biðskýlið, sem sumir kalla Njarðvíkursjoppu, var fyrsta sjoppan á Suðurnesjum til að afgreiða hamborgara beint í bílinn og það er gert ennþá, en einstaklega þægilegt er að nýta sér lúgurnar þar sem afgreitt er um fjórar bílalúgur og ætti biðin eftir frábærum skyndibita því að vera í styttra lagi.

Þá er vel þess virði að taka fram að Biðakýlið eina sjoppan í bænum sem selur hinn eina sanna rjómaís frá Emmess, sem er ómissandi á góðum degi. Mögulegt er að splæsa í allar helstu bragðtegundirnar s.s. jarðaberja- og vanilluís og þann klassíska með súkkulaðidýfu í brauðformi eða dós auk nokkurra bragðtegunda af sjeikum.

Helstu nýjungarnar á matseðlinum og frábær fjölskyldutilboð má sjá með því að smella hér.