Nýjast á Local Suðurnes

Stefna á að kveikja í brennu um næstu áramót

Grindavíkurbær stefnir á að halda áramótabrennu um næstu áramót, en það var ekki gert um nýliðin áramót vegna anna björgunarsveitarinnar sem hefur stjórnað viðburðinum undanfarin ár.

Frístunda- og menninganefnd sveitarfélagsins ræddi um hvernig til tókst með þá viðburði sem nefndin kom að því að skipuleggja um jól og áramót.

Nefndin telur að allir viðburðir hafi heppnast vel, en leggur til við bæjarráð að sviðsstjóra verði falið að auglýsa eftir áhugasömum aðila til þess að hafa umsjón með áramótabrennu 2020.