Nýjast á Local Suðurnes

Skipulagsbreytingar hjá Isavia – Framkvæmdastjórar hætta störfum strax

Isavia mun sameina viðskiptasvið, rekstrarsvið og tækni- og eignasvið í tvö ný svið. Tveir framkvæmdastjórar munu láta af störfum hjá fyrirtækinu frá og með deginum í dag.

Samkvæmt heimildum Suðurnes.net munu þeir Þröstur Söring, sem verið hefur framkvæmdastjóri rekstrarsviðs Keflavíkurflugvallar og Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri viðskiptasviðs láta af störfum frá og með deginum í dag. Elín Árnadóttir, aðstoðarforstjóri og Guðmundur Daði Rúnarsson, framkvæmdastjóri tækni- og eignasviðs munu taka við störfum þeirra tímabundið.