Nýjast á Local Suðurnes

Áfram lokað inn á gosstöðvarnar – Laga gönguleiðir

Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í dag mánudaginn 8. ágúst vegna veðuraðstæðna en veðurútlit fyrir svæðið er ekki gott.

Vegna lokunar á svæðinu verður tækifærið nýtt og gönguleið A lagfærð en það er sú gönguleið sem flestir fara þegar farið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu.

Opnað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum kl 10:00 á morgun, þriðjudaginn 9. ágúst, að öllu óbreyttu, segir í tilkynningu frá lögreglu.