sudurnes.net
Áfram lokað inn á gosstöðvarnar - Laga gönguleiðir - Local Sudurnes
Tekin hefur verið ákvörðun um að lokað verði inn á gosstöðvarnar í dag mánudaginn 8. ágúst vegna veðuraðstæðna en veðurútlit fyrir svæðið er ekki gott. Vegna lokunar á svæðinu verður tækifærið nýtt og gönguleið A lagfærð en það er sú gönguleið sem flestir fara þegar farið er að gosstöðvunum. Einnig verður unnið að öðrum lagfæringum á svæðinu. Opnað verður fyrir aðgengi að gosstöðvunum kl 10:00 á morgun, þriðjudaginn 9. ágúst, að öllu óbreyttu, segir í tilkynningu frá lögreglu. Meira frá SuðurnesjumSkerðing á starfsemi Reykjanesbæjar vegna heitavatnsleysisSeinkun á skólastarfi vegna óveðursRýmri heimildir fyrir GrindvíkingaMögulegt að Reykjanesbraut verði lokað með skömmum fyrirvaraÍbúafundur í Hljómahöll um aðalskipulag ReykjanesbæjarUrta Islandica þróar steinefnaríka drykki úr köldum jarðsjóLoka fyrir aðgang að gosstöðvum vegna mengunarUpplifðu gamlar hefðir á jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsinu á sunnudagUngmenni játuðu íkveikju, innbrot og skemmdarverk í SandgerðiKrabbameinsfélag Suðurnesja stendur fyrir fyrirlestri – Náttúrulegar leiðir til uppbyggingar