Nýjast á Local Suðurnes

Upplifðu gamlar hefðir á jólatrésskemmtun í Bryggjuhúsinu á sunnudag

Jólatrésskemmtun Frú Ásu fer fram sunnudaginn 9. desember, í Bryggjuhúsinu frá kl. 14-15. Skemmtunin er haldin á svipuðum nótum og gert var fyrir 100 árum og gefst gestum því kostur á að upplifa gamlar jólahefðir.

Skemmtanir þessar, sem haldnar voru um 20 ára skeið, þóttu einn af hápunktum félagslífsins hér í bæ. Dansað verður í kringum jólatréð með skemmtilegum jólasveini af gamla skólanum og jólasöngvar sungnir. Við hvetjum fjölskyldur til að koma saman og njóta þess að líta til baka á gamlar hefðir og upplifa einfaldleika jólanna og hinn sanna jólaanda.

Allir eru hjartanlega velkomnir á meðan húsrúm leyfir og aðgangur er ókeypis.