Nýjast á Local Suðurnes

Varðar almannahagsmuni að breyta húsnæði við Hafnargötu

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Ákvörðun bæjarstjórnar Reykjanesbæjar frá 6. desember 2022 um að hafna erindi um leyfi til að breyta verslunarrými að Hafnargötu 23 að hluta til í íbúð og ákvörðun bæjarstjórnar frá 7. febrúar 2023 um að staðfesta þá ákvörðun var kærð til Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, sem felldi ákvörðun bæjarstjórnar úr gildi og þurfti að taka umsóknina fyrir að nýju, sem var gert á síðasta fundi umhverfis- og skipulagsráðs. Þar var umsókninni hafnað aftur, nú að hluta vegna almannahagsmuna.

Bókun umhverfis- og skipulagsráðs:

Verslunarrými Hafnargötu 23 er hluti af húsaröðinni austan megin við götuna sem saman standa af Hafnargötu 15, 17, 19, 21, 23 og 25. Saman mynda þessir reitir kjarna verslunar og þjónustuhluta ásamt húsaröðinni vestan megin, Hafnargötu 20, 22, 24 og 26 sem þegar hefur verið deiliskipulagður með þarfir verslunar á jarðhæð í huga. Mikilvægt er að til þess að halda verslun og þjónustu sem lífvænlegum möguleika í götunni að skipulag sé skoðað heildstætt. Það varðar almannahagsmuni hvernig verslun þróast við götuna þess vegna skv. gr. 5.9.1 skipulagsreglugerðar er eðlileg málmeðferð að unnið sé deiliskipulag þar sem tekið er á slíkum þáttum. skv. 2. mgr, 37. gr skipulagslaga skal deiliskipulag jafnan miða við að það taki til svæða sem mynda heildstæða einingu. Unnið er að deiliskipulagi fyrir Hafnargötu. Breytingar innan einstakra lóða verða ekki teknar til greina á meðan á þeirri vinnu stendur. Umhverfis- og skipulagsráð hafnar erindinu.