Nýjast á Local Suðurnes

Úrkomu- og vindasöm vika framundan

Heilt yfir gera spár ráð fyr­ir að vik­an sem nú er að byrja verði úr­komu­söm og stund­um vinda­söm einnig. Úrkom­an verður ým­ist í föstu eða fljót­andi formi, þó verður rign­ing al­geng­ari sunn­an­lands, seg­ir í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands.

Spá­in næsta sól­ar­hring:

Sunn­an 5-13 m/​s og rign­ing, hiti 6 til 12 stig. Vest­læg­ari í dag og kóln­ar með slyddu eða snjó­komu, fyrst vest­ast á land­inu. Úrkomu­lítið og hlýtt norðaust­an til fram und­ir kvöld.
Geng­ur í norðvest­an 15-23 á morg­un, en 23-28 síðdeg­is í vind­strengj­um á Suðaust­ur­landi og Aust­fjörðum. Snjó­koma eða slydda á norðan­verðu land­inu og hiti um og und­ir frost­marki. Skúr­ir eða slydduél sunn­an til fram­an af morg­un­degi með hita ofan frost­marks, en þurrt og kóln­andi þar síðdeg­is.

Á þriðju­dag:

Geng­ur í norðvest­an 15-23 m/​s, en 23-28 síðdeg­is í vind­strengj­um á Suðaust­ur­landi og Aust­fjörðum. Snjó­koma eða slydda á norðan­verðu land­inu og hiti um og und­ir frost­marki. Skúr­ir eða slydduél sunn­an til fram­an af degi með hita 1 til 6 stig, en þurrt síðdeg­is. Læg­ir vest­an­lands um kvöldið.

Á miðviku­dag:
Aust­an 8-13 fram­an af degi og slydda, en hæg­ari og þurrt á Norður- og Aust­ur­landi. Hiti kring­um frost­mark. Suðlæg­ari síðdeg­is, væta víða um land og hiti 2 til 7 stig.

Á fimmtu­dag:
Norðaust­an 8-15 á norðan­verðu land­inu með slyddu eða snjó­komu og fryst­ir. Hæg­ari vest­læg átt sunn­an til, úr­komu­lítið og hiti 2 til 7 stig.

Á föstu­dag:
Geng­ur í all­hvassa eða hvassa aust­læga átt. Rign­ing eða slydda sunn­an til og hiti 1 til 6 stig. Snjó­koma fyr­ir norðan með vægu frosti.

Á laug­ar­dag og sunnu­dag:
Norðlæg átt og lengst af snjó­koma eða slydda norðan til. Aust­læg­ari sunn­an­lands með skúr­um eða élj­um.