Nýjast á Local Suðurnes

Búist við stormi syðst á landinu í nótt

Lægð nálg­ast landið úr suðvestri í dag með stífri austanátt og slyddu eða rign­ingu sunn­an- og vest­an­lands síðdeg­is, segir á vef Veðurstofu Íslands.

„Lægðin fer norðaust­ur yfir landið í nótt með all­hvassri norðvestanátt og élj­um. Um tíma í nótt má bú­ast við vest­an stormi syðst á land­inu. Dreg­ur hægt úr vindi og élj­um á morg­un, en bæt­ir aft­ur í vind og úr­komu suðvest­an til annað kvöld. Frem­ur milt í dag, en kóln­ar á morg­un. Víða frost annað kvöld,“ seg­ir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veður­spáin fyr­ir næsta sól­ar­hring er annars svohljóðandi:

Suðvest­an 8-13 m/​s. Slydda eða rign­ing öðru hverju, en létt­skýjað fyr­ir aust­an. Úrkomum­inna með morgn­in­um. Geng­ur í aust­an 8-15 með rign­ingu eða slyddu sunn­an- og vest­an­lands síðdeg­is, en snjó­komu norðan til í kvöld. Held­ur hvass­ara allra syðst. Vest­an­hvassviðri sunn­an til á land­inu í nótt og skúr­ir eða él, en 20-25 m/​s allra syðst. Stíf norðanátt og él um landið norðan­vert seint í nótt. Minnk­andi vest­læg á morg­un og dreg­ur úr élj­um, 8-15 síðdeg­is. Suðvest­an hvassviðri og snjó­koma um landið suðvest­an­vert annað kvöld. Hiti 0 til 7 stig í dag, en hiti um og yfir frost­marki á morg­un, en fryst­ir víða annað kvöld.

Á þriðju­dag:
Vest­an 8-15 m/​s og él, þó síst A-lands. Hiti 0 til 4 stig við strönd­ina, en vægt frost inn til lands­ins.

Á miðviku­dag:
Minnk­andi suðvestanátt og dá­lít­il él, en létt­skýjað á N- og A-landi. Snýst í norðaustanátt með snjó­komu S- og SA-lands um kvöldið. Hiti breyt­ist lítið.

Á fimmtu­dag:
Norðaust­an 8-15 m/​s og snjó­koma eða él, en hæg­ari og úr­komu­lítið S-til á land­inu. Kóln­andi veður.

Á föstu­dag:
Suðaust­læg átt og él á víð og dreif. Kalt í veðri.

Á laug­ar­dag:
Aust­an- og norðaustanátt, víða él og vægt frost, en slydda við suður­strönd­ina og hiti um og yfir frost­marki.

Á sunnu­dag:
Útlit fyr­ir norðaustanátt. Dá­lít­il él og kóln­andi veður.