Nýjast á Local Suðurnes

Fjölgar í grunnskólum

Grunnskólar Reykjanesbæjar hefjast eftir helgi, en mánudaginn 23. ágúst og þriðjudaginn 24. ágúst eru skólasetningar. Nánari upplýsingar fyrir hvern skóla verða birtar á heimasíðum þeirra.

Um 290 fyrstu bekkingar eru nú að hefja grunnskólanám eftir helgina en til samanburðar voru það um 250 nemendur fyrir ári síðan sem tóku sín fyrstu skref inn í grunnskólana okkar. Alls eru nemendur í grunnskólunum okkar þegar þetta er skrifað 2542 sem er fjölgun um 80 nemendur frá skólabyrjun fyrir ári síðan þegar þeir voru 2462.