Nýjast á Local Suðurnes

Á herinn að hafa fasta viðveru á varnarsvæðinu? Taktu þátt í könnun!

Bandaríkjaher stefnir á aukin umsvif á Keflavíkurflugvelli, en herinn ásamt Atlantshafsbandalaginu og Íslenska ríkinu mun framkvæma á varnarsvæðinu fyrir um 16 milljarða króna á næstu árum. Þegar hefur verið samið um tvö verkefni, breytingar á flugskýli og lagfæringar á flugbrautum.

Þá hefur sjóherinn verið við æfingar við Ísland undanfarnar vikur og hafa um 30 manns á vegum hersins dvalið á varnarsvæðinu í tengslum við þær æfingar.

Upplýsingafulltrúi hersins hefur sagt að ekki standi til að herinn hafi hér fasta viðveru í náinni framtíð, en vildi þó ekki útiloka að svo gæti orðið síðar.

Suðurnesin nutu góðs af veru varnarliðsins á árum áður og störfuðu þúsundir íslendinga, annað hvort á varnarsvæðinu eða við að þjónusta varnarliðið, en vilja Suðurnesjamenn fá herinn aftur?

Viltu að bandaríski herinn hafi fasta aðstöðu á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli?

View Results

Loading ... Loading ...