Stuðningssíða fyrir feðgana Ragnar og Adam komin í loftið
Við greindum frá því í fyrr í dag að Ragnar Vilhelmsen Hafsteinsson ætti fyrir höndum langa og stranga deilu við barnsmóður sína eftir að sonur hans, sem hann hefur fulla forsjá yfir, skilaði sér ekki til baka eftir dvöl hjá móður sinni. Ragnar hefur fulla forsjá yfir syni sínum eftir að hafa unnið mál þess efnis fyrir dómstólum. Hann lítur ekki á málið sem hluta af forsjármáli heldur sem barnsrán.
Ragnar hefur nú sett Facebook-síðuna “Bring Adam back home” á laggirnar en á síðunni má finna upplýsingar um hvernig styrkja megi Ragnar í baráttunni sem framundan er, en Ragnar gerir ráð fyrir að málið muni taka tíma auk þess að vera mjög kostnaðarsamt, en barnsmóðirin heldur til í Slóvakíu með drenginn en Ragnar býr í Noregi.
Hentar hagsmunum drengsins best að vera hjá föður sínum
Ragnar og barnsmóðir hans slitu samvistum árið 2010 og þar sem ekki náðist samkomulag um umgegni fór málið fyrir dóm. Báðir aðilar kröfðust fullrar forsjár yfir drengnum en að loknu sálfræðimati og mati á fjárhag deiluaðila var það niðurstaða dómsins að Ragnar færi með fulla forsjá drengsins enda myndi það henta hagsmunum barnsins best.
Ragnar segir dóminn vera skýran og að það henti syninum betur að vera hjá sér. “Einnig er það ekki bara sálfræðimat og fjárhagur heldur einnig sá stöðugleiki sem ég hef sýnt í gegnum árin. Móðirin hefur einnig, skv sálfræði mati sýnt sjálfhverfa hegðun sem lýsir sér m.a. í þessari hegðun. Það kemur skýrt fram í dómnum”
Nær ekki sambandi við soninn
Ragnar hefur ekki fengið að tala við son sinn og fjölskylda konunnar hefur ekki heldur svarað símtölum hans í rúma viku og segir Ragnar það ekki hafa komið á óvart:
“Ég talaði við hann á Skype á þriðjudeginum og ætlaði að gera það aftur á laugardaginn en þá tjáði hún mér að hann væri veikur og gæti ekki talað við mig. Það er svo sem ekkert skrítið. Ég er orðinn vanur því að hann geti ekki talað af einhverjum ástæðum” sagði Ragnar.
Styrktarreikningar á Íslandi og í Noregi
Hægt er að leggja Ragnari lið fjárhagslega með því að leggja inn á reikning númer 545-26-110209 Kt 021075 3969. Einniig er hægt að styrkja þá feðga með því að leggja inn á bankareikning í Noregi en til þess þarf að nota eftirfarandi reikningsnúmer: 3335 25 63329