Nýjast á Local Suðurnes

Maltbikarinn: Öll Suðurnesjaliðin fá heimaleiki

Það verður sannkölluð körfuboltabikarveisla í Njarðvík og Keflavík dagana 10. og 11. desember næstkomandi, en þá mæta Suðurnesjaliðin til leiks í Maltbikarnum, bæði í karla- og kvennaflokki.

Njarðvíkingar mæta ríkjandi bikarmeisturumí karlaflokki á meðan Keflvíkingar mæta Haukum, sem áttu í mesta basli með hið rómaða B-lið Njarvíkur í 16 liða úrslitunum.

Kvennalið Njarðvíkur fær Breiðablik í heimsókn, en bikarmeistarar Keflavíkur drógust gegn KR-konum.

Allir leikirnir fara fram á heimavöllum Keflavíkur og Njarðvíkur.